Bartskeri
Hvort sem það er skera hár eða hold, þú gengur línuna milli heilara og kvalara, þekkir hvað holdið er brothætt en einnig hvaða leyndarmál búa innra með því. Með réttu verkfærunum eru líf og dauði aðeins orð.
Nöfn
Wilmot, Patch, Lancet, Sawbones, Theo, Cutwell, Humor, Landsford, Goodeye, Johanna
Byrjunarbúnaður
- 3d6 gullpeningar
- Vistir (3 skammtar)
- Logsuðutæki (3 skammtar)
- Beinsög (d6)
- Sárabindi (3 skammtar)
- Blóðsuga (endurheimtir 1 STY, 3 skammtar)
- Blóði drifin læknaklæði (léleg)
Hvernig hefur þú ,,bætt” þig? Kastaðu 1d6:
1 | Þú ert með gerviauga sem getur stækkað hluti, nýtist sem sjónauki og sem veitir lágmarks nætursjón. Þú getur ekki verið með neitt úr málmi á höfðinu og stergir seglar láta þig líða skort. |
2 | Einn fótur er að mestu úr málmi (spark d6), og sumt erfitt yfirborð er auðvelt yfirferðar. Þú ert með olíukönnu (6 skammtar). Án daglegrar smurningar líður þú skort og það verða læti í fætinum. |
3 | Það hefur verið skipt um einn fingur, beinið skipt út fyrir gull og járn. Taktu krók og skrúfjárn sem er hægt að festa á fingurgóminn. |
4 | Bæði eyrun hafa verið bætt með skurðaðgerð og heyrnin þrefaldast. Þú getur einbeitt þér að ákveðnum hljóðum, t.d. samtali úr mikilli fjarlægð. Þú klæðist heyrnahlífum til að verja gegn skyndilegum, háværum hljóðum (VIL varnarkast til að forðast tímabundna lömun). |
5 | Bringan á þér er þakin galdrastöfum sem herða húðina (1 brynja). Að klæðast annari brynvörn úr málmi ógildir þessi áhrif. |
6 | Einn handleggur er úr málmi og hægt að taka af við öxlina. Það er hægt að nota hann sem vopn (d8,fyrirferðamikið þegar ekki áfastur) og hann getur hreyft sig sjálfur ef þú er í augnsýn við hann. |
Hvaða sjaldgæfa verkfæri en nauðsynlegt í starfi þínu? Kastaður 1d6:
1 | Endurnýjunarsmyrsl | Lætur líkamshluta vaxa aftur á einum degi. 1 notkun. |
2 | Græðilirfa | Lítill ormur sem getur tengt dauða hluti við líkamann. 1 skammtur. |
3 | Sáravax | Læknar sár af völdum elds eða efna (endurheimtir fullan STR) en gerir ekkert annað. 2 skammtar. |
4 | Kvikasilfur | Örvandi efni. Gerir fyrstur í bardaga og nær sjálfkrafa öllum VIL varnarköstum í eina klukkustund. Ávanabindandi: Kastaðu STY eða líður skort eftir 24 tíma án þess. 4 skammtar. |
5 | Lífspumpa | Færanleg járnlungu (fyrirferðamikil). Gerir mögulegt að framkvæma lífsbjargandi skurðaðgerðir eða anda neðansjávar. |
6 | Segulsteinn | Dregur hættuleg efni úr líkamanum og býr yfir öflugum segulkraft. |